De Graafschap vill halda Arnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 13:54 Arnar Þór Viðarsson er hér í búningi FC Twente en svo gæti farið að hann fari aftur þangað í lok tímabilsins. Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap hefur hug á því að halda Arnari Þór Viðarssyni í sínum röðum ef liðinu tekst að forða sér frá falli. Arnar er í láni hjá félaginu frá öðru liði í deildinni, FC Twente, út þetta tímabil. „Þetta er ekki ráðið því við erum ekki enn búnir að tryggja okkur áframhaldandi sæti í deildinni. Það eina sem ég veit fyrir víst er að De Graafschap vill halda mér." „Ef liðið fellur hef hvorki ég áhuga á að spila í næstefstu deild né heldur hefur félagið efni á því að kaupa leikmenn," sagði Arnar í samtali við Vísi. Hann segist þó gjarnan vilja vera áfram hjá liðinu ef það heldur sæti sínu í deildinni. „Þetta er mjög fínn klúbbur og mjög vel rekinn. Þetta er félag sem átti í fjárhagsvandræðum fyrir nokkrum árum en hefur nú komið sér út úr þeim vandræðum. Það er alltaf fullt á vellinum og okkur fjölskyldunni líður vel. Ég er nú orðinn þrítugur og því fyrst og fremst að hugsa um framtíðina og fjölskylduna. Ég gæti því vel hugsað mér að vera hér áfram enda er ég löngu hættur að leita eftir frægð og frama," sagði hann í léttum dúr. Aðeins ein umferð er eftir af deildinni en De Graafschap er sem stendur í sextánda og þriðja neðsta sæti. Neðsta liðið fellur beint niður í næstefstu deild en liðin í sextánda og sautjánda sæti þurfa að taka þátt í umspili ásamt sex liðum úr næstefstu deildinni um tvö sæti í úrvalsdeildinni. Sú umspilskeppni er spiluð í þremur umferðum en liðin tvö úr úrvalsdeildinni taka ekki þátt í fyrstu umferðinni. Þar keppa liðin sem lentu í 6.-9. sæti B-deildarinnar innbyrðis með útsláttarfyrirkomulagi, heima og að heiman. Liðin tvö úr úrvalsdeildinni koma inn í næstu umferð ásamt liðunum sem urðu í 2.-5. sæti í B-deildinni og sigurvegurunum tveimur úr fyrstu umferðinni. Sigurvegarar leikjanna fjögurra úr annarri umferð mætast svo í þriðju umferð þar sem þau tvö lið sem standa uppi sem sigurvegarar þar keppa í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. De Graafschap á þó ágætan möguleika á því að sleppa við þessa umspilskeppni ef þeir vinna leik sinn í lokaumferð deildarinnar um helgina. De Graafschap mætir þá VVV Venlo sem er í neðsta sæti deildarinnar. VVV mun þó örugglega leggja allt í leikinn þar sem liðið gæti með sigri farið upp úr botnsæti deildarinnar, ef Excelsior vinnur ekki sinn leik gegn Heerenveen. Excelsior er í næstneðsta sæti deildarinnar með 27 stig, einu meira en VVV en tveimur á eftir De Graafschap. De Graafschap getur með sigri lyft sér upp í annað hvort fjórtánda eða fimmtánda sæti deildarinnar. Í fimmtánda sæti er Willem II með 31 stig, einu meira en De Graafschap, en liðið mætir einmitt FC Twente í lokaumferðinni. Liðið í fjórtánda sæti, Heracles, á einnig afar erfiða viðureign fyrir höndum í lokaumferðinni en liðið er með 32 stig. Það mætir Ajax í lokaumferðinni en Ajax á enn fræðilegan möguleika á því að ná toppliði PSV að stigum. Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap hefur hug á því að halda Arnari Þór Viðarssyni í sínum röðum ef liðinu tekst að forða sér frá falli. Arnar er í láni hjá félaginu frá öðru liði í deildinni, FC Twente, út þetta tímabil. „Þetta er ekki ráðið því við erum ekki enn búnir að tryggja okkur áframhaldandi sæti í deildinni. Það eina sem ég veit fyrir víst er að De Graafschap vill halda mér." „Ef liðið fellur hef hvorki ég áhuga á að spila í næstefstu deild né heldur hefur félagið efni á því að kaupa leikmenn," sagði Arnar í samtali við Vísi. Hann segist þó gjarnan vilja vera áfram hjá liðinu ef það heldur sæti sínu í deildinni. „Þetta er mjög fínn klúbbur og mjög vel rekinn. Þetta er félag sem átti í fjárhagsvandræðum fyrir nokkrum árum en hefur nú komið sér út úr þeim vandræðum. Það er alltaf fullt á vellinum og okkur fjölskyldunni líður vel. Ég er nú orðinn þrítugur og því fyrst og fremst að hugsa um framtíðina og fjölskylduna. Ég gæti því vel hugsað mér að vera hér áfram enda er ég löngu hættur að leita eftir frægð og frama," sagði hann í léttum dúr. Aðeins ein umferð er eftir af deildinni en De Graafschap er sem stendur í sextánda og þriðja neðsta sæti. Neðsta liðið fellur beint niður í næstefstu deild en liðin í sextánda og sautjánda sæti þurfa að taka þátt í umspili ásamt sex liðum úr næstefstu deildinni um tvö sæti í úrvalsdeildinni. Sú umspilskeppni er spiluð í þremur umferðum en liðin tvö úr úrvalsdeildinni taka ekki þátt í fyrstu umferðinni. Þar keppa liðin sem lentu í 6.-9. sæti B-deildarinnar innbyrðis með útsláttarfyrirkomulagi, heima og að heiman. Liðin tvö úr úrvalsdeildinni koma inn í næstu umferð ásamt liðunum sem urðu í 2.-5. sæti í B-deildinni og sigurvegurunum tveimur úr fyrstu umferðinni. Sigurvegarar leikjanna fjögurra úr annarri umferð mætast svo í þriðju umferð þar sem þau tvö lið sem standa uppi sem sigurvegarar þar keppa í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. De Graafschap á þó ágætan möguleika á því að sleppa við þessa umspilskeppni ef þeir vinna leik sinn í lokaumferð deildarinnar um helgina. De Graafschap mætir þá VVV Venlo sem er í neðsta sæti deildarinnar. VVV mun þó örugglega leggja allt í leikinn þar sem liðið gæti með sigri farið upp úr botnsæti deildarinnar, ef Excelsior vinnur ekki sinn leik gegn Heerenveen. Excelsior er í næstneðsta sæti deildarinnar með 27 stig, einu meira en VVV en tveimur á eftir De Graafschap. De Graafschap getur með sigri lyft sér upp í annað hvort fjórtánda eða fimmtánda sæti deildarinnar. Í fimmtánda sæti er Willem II með 31 stig, einu meira en De Graafschap, en liðið mætir einmitt FC Twente í lokaumferðinni. Liðið í fjórtánda sæti, Heracles, á einnig afar erfiða viðureign fyrir höndum í lokaumferðinni en liðið er með 32 stig. Það mætir Ajax í lokaumferðinni en Ajax á enn fræðilegan möguleika á því að ná toppliði PSV að stigum.
Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira