Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi 10. nóvember 2008 06:15 Karl segir sögu Tékklands vera magnaða og hrikalega í senn. Hann er nú að taka upp tékkneska stórmynd í Prag. „Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira