Fótbolti

Hólmfríður klár í slaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður æfði í gær og er tilbúin í slaginn.
fréttablaðið/stefán
Hólmfríður æfði í gær og er tilbúin í slaginn. fréttablaðið/stefán

Íslensku stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í fyrsta sinn í gær en leikvöllurinn er mjög sérstakur þar sem hallandi hjólreiðabraut er allt í kringum hann.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari fór meðal annars yfir taktík morgundagsins á æfingunni og þar var ekki hægt að sjá annað en að hann ætlaði að halda sig við sama byrjunarlið og í síðasta leik.

Það er því engin sérstök varnaruppstilling í gangi og Hólmfríður Magnúsdóttir var einnig með á æfingunni og spilar því væntanlega á morgun.

Hólmfríður tók þó reyndar ekki þátt í allri æfingunni heldur hljóp einnig ein með sjúkraþjálfarnum.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×