Erlent

Álasundshúsið í ljósum logum

Enn logar í húsinu í Álasundi. Mynd/ AFP.
Enn logar í húsinu í Álasundi. Mynd/ AFP.
Það gætu liðið margir dagar þangað til eldurinn í fjölbýlishúsinu, sem hrundi í Álasundi í Noregi í gærmorgun, slokknar. Þetta hefur danska blaðið Jyllands Posten eftir norsku lögreglunni. Fimmtán manns var bjargað út úr byggingunni en fimm er enn saknað. Talið er nær útilokað að þeir finnist á lífi í rústunum.

Fyrstu hæðirnar á húsinu stóðu í ljósum logum í gærmorgun og um eftirmiðdaginn fór eldurinn að breiðast út á efri hæðirnar. Lögreglan rýmdi nærliggjandi hús vegna hættu á að gastankur í kjallara hússins myndi springa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×