Enski boltinn

Engin leikmannakaup hjá United í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berbatov fer ekki til United í bili.
Berbatov fer ekki til United í bili. Nordic Photos / Getty Images

David Gill, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að félagið muni hvorki selja né kaupa leikmenn í félagaskiptaglugganum í janúar.

United hefur verið orðað við þó nokkra leikmenn að undanförnu, allra helst Dimitar Berbatov sem Tottenham metur á meira en 30 milljónir punda.

„Ég held að við munum ekki kaupa neinn í þessum félagaskiptaglugga," sagði Gill í samtali við fréttastofu BBC.

„Við stóðum í miklum fjárfestingum síðasta sumar og teljum að leikmannahópurinn er í dag mjög vel skipaður. Við munum svo meta ástandið næsta sumar og skoða hvar við þurfum að bæta okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×