Enski boltinn

Ashley skiptir út Newcastle-treyjunni fyrir bindið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mike Ashley, eigandi Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Mike Ashley, eigandi Newcastle, sagði í samtali við News of the World í dag að hann ætlar að skipta sér meira af rekstri félagsins.

Ashley er frægur fyrir að klæðast treyju Newcastle á leikjum liðsins og sitja meðal stuðningsmannanna.

„Nú er kominn tími til að leggja frá mér Newcastle-treyjuna," sagði Ashley. „Þar með er ég ekki að segja að ég muni aldrei aftur koma aftur í stúkuna en nú þarf ég að verja meiri tíma á skrifstofunni."

Hann sagði enn fremur að hann hefði gert mistök með því að reka ekki Sam Allardyce þegar hann keypti félagið.

„Eðlisávísun mín sagði mér að ég ætti að ráða mitt eigið starfslið til þess að sjá um rekstur félagsins og ég hefði átt að ráða nýjan knattspyrnustjóra."

„Það segir ekkert um Sam. Svona hef ég bara alltaf gert hlutina. En ég hunsaði eðlisávísun mína og voru það mistök."

Allardyce var rekinn í vikunni og í gær tapaði Newcastle fyrir Manchester United, 6-0.

Harry Redknapp, stjóra Portsmouth, var boðið starfið en hann hafnaði því þrátt fyrir að hann hefði sexfaldað launin sín hjá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×