Lífið

Gordon Ramsey fer með kokkahúfuna í rúmið

Breski ofurkokkurinn með strigakjaftinn Gordon Ramsey tekur ekki af sér kokkahúfuna og jakkann þegar hann fer í rúmið að næturlagi. Þetta upplýsir eiginkona hans Tana í opinskáu viðtali.

Tana segir að fátt æsi hana meira upp í rúminu en einkennisklæðnaður eiginmannsins en það fylgir ekki sögunni hvort önnur eldhúsáhöld eða matvörur komi við sögu í næturbrölti þeirra hjóna.

Sjálfur hefur Ramsey mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hann vill hafa sína konu. Þannig upplýsir Tana að hún sé sjálf svoldið búttuð og þannig vilji Ramsey hafa hana.

Hún fær að finna fyrir kjaftinum á honum ef hún svo mikið sem orðar það að fara í megrun. "Hann vill hafa eitthvað til að halda fast í," segir Tana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.