Nasri tryggði Arsenal sigur á United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:45 Samir Nasri skorar hér síðara mark sitt í dag. Nordic Photos / Getty Images Samir Nasri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal er liðið vann 2-1 sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Da Silva minnkaði muninn fyrir United í lok leiksins. Nokkrir fastamenn voru fjarverandi í liði Arsenal í dag en Emmanuel Adebayor á við meiðsli að stríða og Robin van Persie tók út leikbann. Kolo Toure hefur einnig átt við meiðsli að stríða en hann var á bekknum. Hins vegar voru þeir Manuel Almunia, William Gallas og Abou Diaby í byrjunarliði Arsenal á nýjan leik en Almunia fór meiddur af velli undir lok leiksins eftir samstuð við Michael Carrick. Alex Ferguson gerði eina breytingu á liði United frá síðasta deildarleik. Ji-Sung Park kom inn fyrir Nani á vinstri kantinum. United fékk snemma óbeina aukaspyrnu í vítateig Arsenal eftir að Almunia tók upp sendingu Mikael Silvestre. Carrick tók skotið en boltinn fór framhjá. Stuttu síðar kom Dimitar Berbatov boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu og réttilega svo. Arsenal fékk líka sín færi og fékk Nicklas Bendtner boltann á góðum stað fyrir framan mark United en boltinn fór yfir markið. Stuttu síðar fékk Bendtner annað færi eftir sendingu Nasri en skalli hans fór framhjá. Rooney komst svo í afar gott skotfæri eftir laglega sókn United en skaut hátt yfir af stuttu færi. Það var svo á 22. mínútu að Nasri skoraði fyrra mark sitt í leiknum. Cesc Fabregas átti sendingu inn í teig sem United menn hreinsuðu beint fyrir fætur Nasri. Hann tók skot að marki og fór boltinn af Gary Neville og í markið. Fyrri hálfleikur var afar líflegur en sá síðari var ekki gamall þegar Arsenal komst í 2-0. Eftir glæsilega sókn þar sem vörn United var leikin sundur og saman gaf Fabregas á Nasri sem var kominn í gott færi og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar átti United gott færi er Park átti góða fyrirgjöf á Cristiano Ronaldo sem hitti ekki markið. United hélt áfram að sækja eftir þetta en sóknir liðsins báru ekki árangur fyrr en á 90. mínútu. Sending kom frá vinstri og skallaði William Gallas boltann frá en beint á Rafael. Hann tók boltann laglega niður og skoraði afar snoturt mark. En nær komst United ekki og þar við sat. Arsenal er nú í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig og United í því fjórða með 21 stig. United á þó enn leik til góða. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Samir Nasri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal er liðið vann 2-1 sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Da Silva minnkaði muninn fyrir United í lok leiksins. Nokkrir fastamenn voru fjarverandi í liði Arsenal í dag en Emmanuel Adebayor á við meiðsli að stríða og Robin van Persie tók út leikbann. Kolo Toure hefur einnig átt við meiðsli að stríða en hann var á bekknum. Hins vegar voru þeir Manuel Almunia, William Gallas og Abou Diaby í byrjunarliði Arsenal á nýjan leik en Almunia fór meiddur af velli undir lok leiksins eftir samstuð við Michael Carrick. Alex Ferguson gerði eina breytingu á liði United frá síðasta deildarleik. Ji-Sung Park kom inn fyrir Nani á vinstri kantinum. United fékk snemma óbeina aukaspyrnu í vítateig Arsenal eftir að Almunia tók upp sendingu Mikael Silvestre. Carrick tók skotið en boltinn fór framhjá. Stuttu síðar kom Dimitar Berbatov boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu og réttilega svo. Arsenal fékk líka sín færi og fékk Nicklas Bendtner boltann á góðum stað fyrir framan mark United en boltinn fór yfir markið. Stuttu síðar fékk Bendtner annað færi eftir sendingu Nasri en skalli hans fór framhjá. Rooney komst svo í afar gott skotfæri eftir laglega sókn United en skaut hátt yfir af stuttu færi. Það var svo á 22. mínútu að Nasri skoraði fyrra mark sitt í leiknum. Cesc Fabregas átti sendingu inn í teig sem United menn hreinsuðu beint fyrir fætur Nasri. Hann tók skot að marki og fór boltinn af Gary Neville og í markið. Fyrri hálfleikur var afar líflegur en sá síðari var ekki gamall þegar Arsenal komst í 2-0. Eftir glæsilega sókn þar sem vörn United var leikin sundur og saman gaf Fabregas á Nasri sem var kominn í gott færi og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar átti United gott færi er Park átti góða fyrirgjöf á Cristiano Ronaldo sem hitti ekki markið. United hélt áfram að sækja eftir þetta en sóknir liðsins báru ekki árangur fyrr en á 90. mínútu. Sending kom frá vinstri og skallaði William Gallas boltann frá en beint á Rafael. Hann tók boltann laglega niður og skoraði afar snoturt mark. En nær komst United ekki og þar við sat. Arsenal er nú í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig og United í því fjórða með 21 stig. United á þó enn leik til góða.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira