Erlent

Kappaksturshetjur létust í flugslysi

Allir fimm sem voru í vélinni létust.
Allir fimm sem voru í vélinni létust. MYND/AFP

Bresku kappaksturshetjurnar David Leslis og Richard Lloyd eru meðal þeirra sem létust þegar einkaflugvél fórst í íbúðarhverfi í Kent í gær. Vélin sendi út neyðarkall skömmu eftir flugtak frá Farnborough flugvelli og hrapaði á íbúðarhús í þéttri byggð. Þriðji maðurinn sem nafngreindur hefur verið er flugmaðurinn Mike Roberts.

Íbúar hússins sem vélin flaug á voru í fríi þegar vélin lenti á húsinu með þeim afleiðingum að efri hæð hússin gjöreyðilagðist og eldur kviknaði. Yfirvöld vonast til að geta flutt lík mannanna fimm af staðnum fyrir lok dags, en vara við að rannsóknin verði nákvæm og hæg.

Vitni lýstu því hvernig þau hefðu séð óttaslegin andlit fólksins í flugvélinni þar sem hún straukst við húsþökin áður en hún fórst. Eldur kviknaði samstundis í vélinni en með ólíkindum þykir að enginn hafi slasast á jörðu niðri.

Leslie var fyrrverandi meistari í British Touring Car en Lloyd var yfirmaður Apex Motorsport og fyrrverandi kappakstursmeistari.

Charles Griggs yfirmaður rannsóknarinnar sagði Sky News gatan Romsey Close þar sem vélin hrapaði yrði rannsökuð ítarlega. Sjö fjölskyldum sem búa í nærliggjandi húsum hefur verið komið fyrir annars staðar á meðan rannsóknin stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×