Enski boltinn

Walker leystur undan samningi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Walker hefur verið hjá Bolton í þrjú ár án þess að leika deildarleik.
Walker hefur verið hjá Bolton í þrjú ár án þess að leika deildarleik.

Bolton hefur ákveðið að leysa markvörðinn Ian Walker undan samningi. Walker er 37 ára og hefur verið í herbúðum Bolton síðan 2005 án þess að leika deildarleik fyrir félagið.

Walker var á sínum tíma aðalmarkvörður Tottenham og lék fjóra landsleiki fyrir England. Árið 2001 var hann keyptur til Leicester þar sem hann var í fjögur ár.

Talið er að Walker ætli nú að halda til Bandaríkjanna og freista þess að fá samning hjá félagi í MLS deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×