Innlent

Fornleifuppgröftur í vetur

Hugsanlega gætu fornminjar frá Landnámsöld leynst undir Alþingisreitnum við Kirkjustræti. Fornleifafræðingar ætla að beita óvenjulegum aðferðum til að rannsaka svæðið í vetur.

Framkvæmdir á Alþingisreitnum svokallaða hófust í síðustu viku en þar á að rísa 7.400 fermetra bygging fyrir skrifstofu Alþingis í fyrstu munu þó fornleifafræðingar rannsaka svæðið.

Reiturinn liggur steinsnar frá Aðalstræti 16 en þar fundust fyrir nokkrum árum rústir af skála frá 10. öld. Fornleifafræðingar gera sér vonir um að undir Alþingisreitnum megi jafnvel finna útihús frá sama tíma..

Vitað er að þar er hús frá 1750 og upp úr frá Innréttingartímabili Skúla Magnússonar.

Til að hægt verði að halda fornleifarannsóknum áfram í vetur verður sett upp 250 fermetra tjald yfir svæðinu.




Tengdar fréttir

Sárnar að missa stæðin

Bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur fækkar um 120 vegna framkvæmda sem nú eru að hefjast á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu. ,,Það er sárt að missa þessi stæði," segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.

Fornleifauppgröftur við Alþingishúsið

Til stendur að fornleifauppgröftur hefjist 1. júlí á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu, Vonarstræti og Kirkjustræti. ,,Mjög merkar leifar hafa fundist á svæðinu í kringum reitinn. Þarna er hugsanlega að finna minjar frá landnámsárunum. Jafnvel frá miðöldum en lítið hefur fundist frá því tímabili," segir Garðar Guðmundsson hjá Fornleifastofnun Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×