Erlent

Fjöldi ungra Dana með klamydíu tvöfaldaðist á tíu árum

Fjöldi ungra Dana sem þjáist af kynsjúkdóminum klamydíu hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og veldur það heilbrigðisyfirvöldum landsins miklum áhyggjum.

Greint er frá þessu í blaðinu Politiken. Þar segir að samkvæmt tölum frá Lyfjatæknistofnun ríkisins hafi tæplega 26.000 Danir á aldrinum 15 til 29 ára greinst með klamydíu á síðasta ári. Fyrir tíu árum síðan var fjöldinn tæplega 13.000 manns.

Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun því ef klamydía er ekki meðhöndluð strax getur hún haft alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér, má þar meðal annars nefna ótímabær fósturlát og alvarlega kvilla meðan á meðgöngu stendur.

Talið er að tala þeirra Dana sem sýktir eru af klamydiu sé mun hærri en tölur Lyfjatæknistofnunarinnar segja til um. Raunar hefur verið áætlað að 10% af öllum ungum Dönum beri með sér þennan sjúkdóm. Það helgast af því að erfitt er að finna hvort maður er sýktur eða ekki. Engin særindi né útbrot fylgja þessum sjúkdómi.

Ástæður þess að sjúkdómurinn breiðist svo hratt út eru taldar minnkandi notkun getnaðarvarna og ónóg fræðsla um sjúkdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×