Erlent

Tugir þúsunda á mótmælafundi í Kaupmannahöfn

Opinberir starfsmenn efndu einnig til útifunda í gær.
Opinberir starfsmenn efndu einnig til útifunda í gær. MYND/AFP

Um 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn í Danmörku komu saman til útifundar á torginu við Kristjánsborg í Kaupmannahöfn í dag til þess að krefjast hærri launa.

Starfsmennirnir eru í verkfalli og hafa fengið sig fullsadda á lágum launum. Krefjast þeir 15 prósenta launahækkunar á næstu þremur árum en stjórnvöld eru ekki tilbúin að koma til móts við þær kröfur.

Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir viku og því gripu heilbrigðisstarfsmennirnir til verkfalls og er talið að um 70 þúsund manns hafi lagt niður vinnu. Aðgerðirnar hafa það meðal annars í för með sér að skerða hefur þurft þjónustu við aldraða og fresta skurðaðgerðum á sjúkrahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×