Fótbolti

Létt hjá Bandaríkjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rachel Brown, fyrrum leikmaður ÍBV, er landsliðsmarkvörður Englendinga. Hér er hún í leiknum gegn Bandaríkjunum í dag.
Rachel Brown, fyrrum leikmaður ÍBV, er landsliðsmarkvörður Englendinga. Hér er hún í leiknum gegn Bandaríkjunum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Bandaríkin varð önnur þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Kína.

Bandaríska liðið vann það enska í fjórðungsúrslitum í dag, 3-0.

Staðan var markalaus í hálfleik en Abby Wambach braut ísinn á 48. mínútu leiksins. Shannon Boxx bætti öðru marki við á 57. mínútu en Kristine Lilly því þriðja þremur mínútum síðar.

Bandaríkin mætir annað hvort Brasilíu eða Ástralíu í undanúrslitum á fimmtudaginn kemur.

Fyrr í dag tryggði Þýskaland sér sæti í undanúrslitum með 3-0 sigri á Norður-Kóreu.

Á morgun halda fjórðungsúrslitin áfram með leikjum Noregs og Kína annars vegar og Brasilíu og Argentínu hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×