Hádegistónleikar í Ketilhúsinu 5. júlí 2007 01:30 Í stundarhléi milli æfinga: Antonía Havesi, Hlöðver Sigurðsson og Þórunn Marinósdóttir Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“