Innlent

Ánægja með Ólaf

Þjóðin vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér til endurkjörs samkvæmt óformlegri skoðanakönnun fréttastofu Stöðvar 2.

Ólafur Ragnar hefur næsta sumar gegnt forsetaembættinu í tólf ár. Þrátt fyrri að aðeins sé um hálft ár þar til kjörtímabilinu lýkur hefur Ólafur ekkert sagt til um hvort hann ætli að sækjast eftir endurkjöri. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði í dag fólk á förnum vegi hvort það vildi að Ólafur biði sig aftur fram. Var það samdóma álit allra að Ólafur ætti að sækjast eftir endurkjöri og voru flestir á því að hann hefði staðið sig vel í embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×