Arsenal endurheimti toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 16:43 William Gallas kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik. Hér fagnar hann marki sínu ásamt félögum sínum. Nordic Photos / Getty Images Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig. Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig.
Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira