Curver + Kimono - tvær stjörnur 30. apríl 2007 08:15 Þrátt fyrir flottan hljóm veldur þessi samstarfsplata Curvers og Kimono miklum vonbrigðum. Mixin eru fyrirsjáanleg og ná ekki að halda athyglinni. Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira