Tónleikar: Nouvelle vague - þrjár stjörnur 30. apríl 2007 09:30 Kannski einum of þægilegir tónleikar og á stundum ópersónulegir. Afþreyingin sem slík var þó upp á besta máta. Franska hljómsveitin Nouvelle vague lék á tónleikum í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson setti sig í franska gírinn. Andrúmsloftið var nokkuð þægilegt í Hafnarhúsinu þetta ágæta föstudagskvöld, reyndar var rauðvín ekki selt á staðnum sem vissulega hefði gert áhorfendaskarann örlítið franskari. Salurinn var samt nokkuð þéttur án þess að nokkurs troðnings gætti. Gríðarleg aukning stærri tónlistaratburða hérlendis hefur gert okkur örlítið siðmenntari sem áhorfendur, sem er hið besta mál. Æsingurinn á og fyrir tónleikana hefur reyndar minnkað en í lok tónleikanna á föstudagskvöldið var varla hægt að kvarta yfir því að stuðið hafi vantað. En að tónleikunum. Nouvelle vague taldi sex manneskjur á sviðinu á Listasafninu en hafði reyndar boðað í nýlegu viðtali að þau yrðu átta til tíu. Lítið fór fyrir karlmönnunum í sveitinni sem voru hinir rólegustu á sviðinu en settu í staðinn upp vel kynþokkafullan svip sem var í raun nóg. Söngkonurnar tvær voru hins vegar aðalstjörnur kvöldsins. Vinkonurnar tvær voru afar líflegar, á sífelldu iði og æstu upp skarann á margvíslegan máta. Þrátt fyrir ágæta tilburði þá fannst mér oft á tímum eins og þetta væri einum of færibandskennt, ekki nógu náttúrulegt og hálf ópersónulegt. Líkt og þær hefðu verið með þessa sviðsframkomu á þúsund öðrum tónleikum. Sérstaklega náði ég að láta hávaxnari söngkonuna fara í taugarnar á mér auk þess sem mér fannst söngur hennar full maskúlín. Sú minni var áberandi betri söngkona og framkoma hennar töluvert meira sjarmerandi. Flutningur hennar á In a Manner of Speaking var þannig nærri því stórbrotinn, átakanlegur og fullur dýrðarljóma. Annars kom mér á óvart hversu lítið var fiktað við lögin af plötunum tveimur. Flest lögin voru af fyrri plötu sveitarinnar, sem er töluvert betri en sú seinni, Bande a part, og lögin flutt í nokkuð keimlíkum útgáfum og þeim sem birtust á plötunum. Þó var reynt að hrófla við nokkrum lögum, til dæmis Too Drunk to Fuck og Love Will Tear Us Apart, við misjafnan árangur. Flutningurinn á Love Will Tear Us Apart var reyndar glæsilegur. Friday Night Saturday Morning, A Forest og Heart of Glass voru einnig lög sem komu vel út í Hafnarhúsinu. Annars náðu fá lög að vekja mikla hrifningu hjá mér. Tónleikarnir voru vissulega þægilegir en náðu ekki að vera mikið meira en það. Ef maður hefur hlustað á plötur sveitarinnar nokkrum sinnum bættu tónleikarnir ekki miklu við, en afþreyingargildi tónleikanna var ágætt samt sem áður. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Franska hljómsveitin Nouvelle vague lék á tónleikum í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson setti sig í franska gírinn. Andrúmsloftið var nokkuð þægilegt í Hafnarhúsinu þetta ágæta föstudagskvöld, reyndar var rauðvín ekki selt á staðnum sem vissulega hefði gert áhorfendaskarann örlítið franskari. Salurinn var samt nokkuð þéttur án þess að nokkurs troðnings gætti. Gríðarleg aukning stærri tónlistaratburða hérlendis hefur gert okkur örlítið siðmenntari sem áhorfendur, sem er hið besta mál. Æsingurinn á og fyrir tónleikana hefur reyndar minnkað en í lok tónleikanna á föstudagskvöldið var varla hægt að kvarta yfir því að stuðið hafi vantað. En að tónleikunum. Nouvelle vague taldi sex manneskjur á sviðinu á Listasafninu en hafði reyndar boðað í nýlegu viðtali að þau yrðu átta til tíu. Lítið fór fyrir karlmönnunum í sveitinni sem voru hinir rólegustu á sviðinu en settu í staðinn upp vel kynþokkafullan svip sem var í raun nóg. Söngkonurnar tvær voru hins vegar aðalstjörnur kvöldsins. Vinkonurnar tvær voru afar líflegar, á sífelldu iði og æstu upp skarann á margvíslegan máta. Þrátt fyrir ágæta tilburði þá fannst mér oft á tímum eins og þetta væri einum of færibandskennt, ekki nógu náttúrulegt og hálf ópersónulegt. Líkt og þær hefðu verið með þessa sviðsframkomu á þúsund öðrum tónleikum. Sérstaklega náði ég að láta hávaxnari söngkonuna fara í taugarnar á mér auk þess sem mér fannst söngur hennar full maskúlín. Sú minni var áberandi betri söngkona og framkoma hennar töluvert meira sjarmerandi. Flutningur hennar á In a Manner of Speaking var þannig nærri því stórbrotinn, átakanlegur og fullur dýrðarljóma. Annars kom mér á óvart hversu lítið var fiktað við lögin af plötunum tveimur. Flest lögin voru af fyrri plötu sveitarinnar, sem er töluvert betri en sú seinni, Bande a part, og lögin flutt í nokkuð keimlíkum útgáfum og þeim sem birtust á plötunum. Þó var reynt að hrófla við nokkrum lögum, til dæmis Too Drunk to Fuck og Love Will Tear Us Apart, við misjafnan árangur. Flutningurinn á Love Will Tear Us Apart var reyndar glæsilegur. Friday Night Saturday Morning, A Forest og Heart of Glass voru einnig lög sem komu vel út í Hafnarhúsinu. Annars náðu fá lög að vekja mikla hrifningu hjá mér. Tónleikarnir voru vissulega þægilegir en náðu ekki að vera mikið meira en það. Ef maður hefur hlustað á plötur sveitarinnar nokkrum sinnum bættu tónleikarnir ekki miklu við, en afþreyingargildi tónleikanna var ágætt samt sem áður. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira