Rokk og ról hjá Cartier í París 3. júlí 2007 06:00 Upphaf rokksins vilja Frakkar rekja til 1939. Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Þar eru jafnan forvitnilegar sýningar: nýlega lauk þar stórri yfirlitssýningu á myndlist David Lynch. Nú er þar komin upp sýning sem kallast Rock an‘ Roll og rekur í máli og myndum upphaf rokksins 1939-1959. Þar er í máli, myndum, fornmunum og innsetningum gerð grein fyrir því hvernig ný tíska í tónlist varð til, ekki úr engu enda rekur sýningin tilhneigingu í dægurtónlist vestanhafs allt aftur fyrir stríð. Kemur engum á óvart: Nat King Cole sög Route 66 löngu á undan ungu rokkurunum. Hér er sýnt hvernig James Brown sótti minni í tónsmíðinni Night Train til Dukes Ellington. Sýningunni fylgir glæsileg bók sem rekur upphafið til hraðari blúsópusa jassgeggjara Hamptons, Jordans og fleiri. Fari menn um París á næstu mánuðum geta áhugamenn sótt upp á Boulevard Raspail og fundið upphaf rokksins og endalok fyrsta kaflans í langri sögu þess: þar hangir uppi jakkinn sem Presley fór úr í frægu atriði í Ed Sullivan show. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Þar eru jafnan forvitnilegar sýningar: nýlega lauk þar stórri yfirlitssýningu á myndlist David Lynch. Nú er þar komin upp sýning sem kallast Rock an‘ Roll og rekur í máli og myndum upphaf rokksins 1939-1959. Þar er í máli, myndum, fornmunum og innsetningum gerð grein fyrir því hvernig ný tíska í tónlist varð til, ekki úr engu enda rekur sýningin tilhneigingu í dægurtónlist vestanhafs allt aftur fyrir stríð. Kemur engum á óvart: Nat King Cole sög Route 66 löngu á undan ungu rokkurunum. Hér er sýnt hvernig James Brown sótti minni í tónsmíðinni Night Train til Dukes Ellington. Sýningunni fylgir glæsileg bók sem rekur upphafið til hraðari blúsópusa jassgeggjara Hamptons, Jordans og fleiri. Fari menn um París á næstu mánuðum geta áhugamenn sótt upp á Boulevard Raspail og fundið upphaf rokksins og endalok fyrsta kaflans í langri sögu þess: þar hangir uppi jakkinn sem Presley fór úr í frægu atriði í Ed Sullivan show.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira