Innlent

Björgunarsveitamenn að nálgast Langjökul

Snjóbílarnir lögðu af stað frá Reykjavík í morgun.
Snjóbílarnir lögðu af stað frá Reykjavík í morgun. Mynd/ Sigurður Ó. Sigurðsson
Björgunarsveitir eru nú að koma að ferðalöngum sem hafa setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær. Ferð sveitanna hefur tekið um átta klukkustundir enda færðin afar slæm og veður afleitt. Mælst hafa vindhviður sem eru yfir 70 metrar á sekúndu á leiðinni. Auk sérútbúinna jeppabifreiða eru þrír snjóbílar notaðir til að sækja fólkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×