Enski boltinn

Bann Zat Knight stendur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Knight er á leið í þriggja leikja bann.
Knight er á leið í þriggja leikja bann.

Áfrýjun Aston Villa vegna rauða spjaldsins sem Zat Knight fékk gegn Chelsea á öðrum degi jóla hefur verið hafnað. Knight fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Michael Ballack og var í kjölfarið vísað í sturtu.

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, vill meina að Ballack hafi verið með leikaraskap og var ákvörðun dómarans áfrýjað. Enska knattspyrnusambandið ákvað hinsvegar að rauða spjaldið ætti að standa og því mun Knight taka út þriggja leikja bann.

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum en hann endaði með jafntefli 4-4. Chelsea ákvað að áfrýja rauðu spjaldi sem varnarmaðurinn Ashley Cole fékk en niðurstaða í því máli hefur ekki verið opinberuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×