Innlent

Heppin að vera vakandi þegar eldur braust út

Töluverður eldur var í bílskúrnum um tíma.
Töluverður eldur var í bílskúrnum um tíma.

„Við vorum heppin að vera ekki sofandi þegar eldurinn kviknaði," segir Steinunn H Hannesdóttir íþróttakennari, sem býr að Kolbeinsmýri 6 á Seltjarnarnesi. Mikill eldur braust út í bílskúr sem er við heimilið hennar í fyrradag. Steinunn var að hreinsa til þegar Vísir náði tali af henni rétt fyrir hádegið. „Það má eiginlega segja að dótakassinn hafi brunnið," segir Steinunn og bendir á að auk vélhjólanna sem brunnu hafi allt útivistardót og verkfæri eyðilagst. Þá hafi orðið skemmdir á íbúðarhúsnæði vegna reyks sem barst þangað. „Við erum bara býsna brött, því þarna eyðilagðist ekkert sem ekki er hægt að bæta," segir Steinunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×