Innlent

Harðskafi seldist mest fyrir jólin

Arnaldur Indriðason er á toppnum á síðasta metsölulista Eymundsson á þessu ári en tekin er saman sala á tímabilinu frá 19. til og með 24. desember. Bóka hans, Harðskafi, hefur notið gríðarlegtra vinsælda eins og fyrri bækur höfundarins um lögreglumanninn Erlend og kollega hans.

Í öðru sæti þessa vikuna er skáldsagan Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini og Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur er í þriðja sæti. Í fjórða sæti er síðan bókin Konur eru aldrei hamingjusamar af því þær eru með svo lítinn heila, eftir þá Helga Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson og Jón Kalman Stefánsson vermir fimmta sætið með skáldsögu sína Himnaríki og helvíti.

Bryndís Loftsdóttir hjá Eymundsson segir að bóksalan um jólin hafi verið afbragðsgóða og að aukning sé í bóksölu frá fyrra ári. Þá eru titlarnir mun fleiri ár en um 960 titlar komu út á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×