Innlent

Reyk lagði frá húsi í Breiðholti

Slökkvilið höfuðvorgarsvæðisins var kallað að húsi í Breiðholti þar sem mikinn reyk lagði frá húsi. Eldur logaði í arni í húsinu sem var mannlaust en lokað var fyrir skorsteininn þannig að reykinn lagði um húsið. Svo virðist sem eldurinn hafi blossað upp að nýju í arninum eftir að heimilisfólk hafði yfirgefið húsið og lokað fyrir reykháfinn. Slökkviðsmenn reykræstu húsið en skemmdir urðu litlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×