Innlent

Lögreglan fékk bráðabirgðadekk í dag

Að minnsta kosti 15 dekk voru eyðilögð.
Að minnsta kosti 15 dekk voru eyðilögð. Mynd/ Hilmar Bragi.

Góðborgari, sem rekur dekkjaverkstæði í Reykjanesbæ, hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum í dag og bauðst til þess að útvega lögreglunni dekk.

Lögreglumenn höfðu þá þegar orðið sér úti um bráðabirgðadekk annarsstaðar frá en urðu að sjálfsögðu þakklátir fyrir boðið. Eins og greint var frá í dag gerði ölvaður maður gat á dekk á fjölmörgum bifreiðum lögreglunnar á Suðurnesjum síðastliðna nótt.

„Þetta eru um fimmtán dekk sem við vitum að hafi sprungið. Okkur sýndist þetta vera minna í morgun en þegar leið á daginn hafði lekið úr fleiri dekkjum," sagði lögreglumaður á vakt við Vísi nú undir kvöld. Hann benti á að þegar ætti eftir að skoða tvo af bílunum. „Við erum búnir að vera í reddingum í dag og hluti bílanna er kominn á þokkaleg dekk, en ekki nógu góð," sagði lögreglumaðurinn. Hann sagði að farið yrði í það að kaupa fullnægjandi dekk fyrir bílana strax eftir jólahátíðina.

Ekki er ljóst hversu mikið heildartjón vegna skemmdarverkana í gær er, en ljóst er að dekk undir tvo stærstu bílana kosta samtals 400 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×