Innlent

Brotist inn í tvo bíla á höfuðborgarsvæðinu

Brotist var inn í tvo bíla í nótt.
Brotist var inn í tvo bíla í nótt. Mynd/ Anton Brink

Brotist var inn í tvo bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Skoðunarvottorði var stolið úr öðrum bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var annar bíllinn staðsettur í Breiðholti en hinn í miðbænum. Áttu innbrotin sér stað eftir miðnætti í nótt.

Litlu sem engu var stolið en úr öðrum bílnum höfðu þjófarnir á brott með sér skoðunarvottorð bílsins.

Engin innbrot á heimili hafa verið kærð til lögreglunnar það sem af er jólahátíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×