Innlent

Blóðugi maðurinn vissi ekki neitt

Töluvert blæddi úr manninum sem ráfaði um miðbæinn í gær.
Töluvert blæddi úr manninum sem ráfaði um miðbæinn í gær.

Maðurinn sem fannst alblóðugur í miðbænum í gærdag gat ekki gefið lögreglu neinar upplýsingar um hversvegna svo var komið fyrir honum eftir að hann var yfirheyrður í gærkvöldi.

Tilkynnt var um alblóðugan mann við verslun 11-11 við Skúlagötu seinni partinn í gær. Hafði hann þá gengið nokkra leið niður Vitastíg og dregið blóðslóð á eftir sér. Virtist hann hafa verið stunginn í lærið en slagæð virðist hafa farið í sundur sem gerði það að verkum að mikið blæddi.

Hann var fluttur á slysadeild eftir að hafa hnigið niður fyrir utan verslunina og var gert að sárum hans þar. Lögreglan yfirheyrði síðan manninn en hann virðist ekki hafa getað skýrt hvers vegna svo var komið fyrir honum. Hvorki um tilefni árásarinnar né hver það var sem veitti honum áverkana. Fram hefur komið í fréttum að hann var stunginn í lærið í heimaahúsi á Hverfisgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×