Innlent

Hrottafengin líkamsárás

Hrottafengin líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu á Akureyri. Maður gekk í skrokk á sambýliskonu sinni svo stórsá á henni.

Árásin átti sér stað aðfararnótt laugardags um síðustu helgi. Kona var á heimili sínu á Akureyri um miðja nótt þegar sambýlismaður hennar kom drukkinn heim. Af óútskýrðum ástæðum gekk hann heiftarlega í skrokk henni og varð málið opinbert eftir að hún leitaði sér lækninga á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Áverkar hennar voru sár um líkamann,blóðnasir og fleira. Mikið blæddi úr henni og segir lögreglan á Akureyri að árásin hafi verið mjög alvarleg og hrottafengin. Konan kærði sambýlismann sinn til lögreglu tveimur dögum síðar og hefur lögregla yfirheyrt hann.

Málið mun svo fara sína leið í dómskerfinu að sögn lögreglu. Engin vitni voru að árásinni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði sjúkrahúsið samband við lögreglu eftir komu konunnar á slysadeild og kærði atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×