Enski boltinn

Sissoko ósáttur hjá Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mohamed Sissoko.
Mohamed Sissoko.

Mohamed Sissoko, miðjumaður Liverpool, ætlar að funda með stjórnarmönnum félagsins í janúar. Hann lék með í tapleiknum gegn Reading á laugardag en verður á bekknum í leiknum mikilvæga gegn Marseille annað kvöld.

„Leikurinn er í Frakklandi. Öll fjölskylda mín er þar og hún vildi sjá mig á vellinum. Það er erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta. Ég er nægilega góður til að spila í þessu liði," sagði Sissoko.

„Ég er hlynntur samkeppni en það heillar mig ekki að spila bara einn af hverjum fimm leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×