Enski boltinn

Anelka ánægður hjá Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frakkinn Nicolas Anelka.
Frakkinn Nicolas Anelka.

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka segist vera ánægður í herbúðum Bolton. Hann hefur verið orðaður við ýmis lið en hann hefur leikið algjört lykilhlutverk í sóknarleik Bolton og hyggst félagið reyna allt til að halda honum.

„Ég er ánægður hér og stemningin í búningsklefanum er mjög góð. Ég mun aldrei gleyma hvað Bolton hefur gert fyrir mig. Félagið gaf mér tækifæri til að koma aftur til Englands og spila fótbolta," sagði Anelka sem var ósáttur í herbúðum tyrkneska liðsins Fenerbache.

„Síðan nýi stjórinn kom hefur mórallinn orðið mun betri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×