Enski boltinn

Drogba snýr aftur eftir þrjár vikur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Didier Drogba spilar ekki meira á þessu ári.
Didier Drogba spilar ekki meira á þessu ári.

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, reiknar með að endurheimta sóknarmanninn Didier Drogba eftir þrjár vikur. Drogba gekkst undir aðgerð á hné um helgina og tókst hún vel.

Drogba er frá Fílabeinsströndinni og ætti að geta tekið þátt í Afríkumóti landsliða sem fram fer í janúar. Drogba hefur skorað níu mörk í fimmtán leikjum fyrir Chelsea á þessari leiktíð.

Reikna má með því að Andriy Shevchenko og Claudio Pizarro muni sjá um sóknarleik Chelsea þar til Drogba snýr aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×