Enski boltinn

Mourinho tekur ekki við Englandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.

Jose Mourinho hefur útilokað það opinberlega að hann verði næsti þjálfari enska landsliðsins. BBC fréttastofan var að greina frá þessu.

„Eftir að hafa íhugað þetta vel og vandlega hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem næsti þjálfari Englands. Ég er viss um að enska knattspyrnusambandið mun finna verðugan mann sem mun koma liðinu aftur þar sem það á heima," segir Mourinho í yfirlýsingu.

Í yfirlýsingunni sagði Mourinho að hann hefði verið í viðræðum við knattspyrnusambandið um að taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×