Enski boltinn

Ekki búið að hafa samband við Capello og Lippi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabio Capello stýrði síðast Real Madrid.
Fabio Capello stýrði síðast Real Madrid.

Ítölsku þjálfararnir Marcello Lippi og Fabio Capello segja báðir að enska knattspyrnusambandið hafi ekki haft samband við sig. Þeir tveir eru ásamt Jose Mourinho taldir líklegastir til að taka við þjálfun enska landsliðsins.

Enska knattspyrnusambandið hefur haft samband við umboðsmann Jose Mourinho.

Lippi er 59 ára og stýrði Ítalíu til heimsmeistaratitils í fyrra. Þá hefur hann einnig unnið ítölsku deildina og Meistaradeild Evrópu þegar hann var með Juventus.

Capello er 61. árs og hefur unnið bæði ítalska og spænska meistaratitilinn. Hann hefur þegar lýst yfir áhuga á því að taka við enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×