Hatton og Mayweather lenti saman 6. desember 2007 10:41 Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather. Box Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather.
Box Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira