Hatton og Mayweather lenti saman 6. desember 2007 10:41 Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather. Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira
Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather.
Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira