Joe Cortez dæmir bardaga ársins 4. desember 2007 14:10 Joe Cortez ræðir við Mike Tyson NordicPhotos/GettyImages Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira