Íslenski boltinn

Lúkas Kostic tilkynnir U21 hóp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Brynjar Ingason er í hópnum en hann gekk nýlega til liðs við Val frá Fylki.
Albert Brynjar Ingason er í hópnum en hann gekk nýlega til liðs við Val frá Fylki.

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik 16. nóvember og Belgum í undankeppni Evrópumótsins 20. nóvember.

Fimm leikmenn í hópnum eiga ekki U21 landsleik að baki. Það eru Þórður Ingason, Albert Brynjar Ingason, Andrés Már Jóhannesson, Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Tveir leikmenn í hópnum verða ekki með gegn Belgum vegna leikbanna en það eru Bjarni Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson. Bjarni á flesta U21 landsleiki að baki af leikmönnum í hópnum eða tíu talsins.

Hópur U21 landsliðsins:

Markverðir:

Haraldur Björnsson, Hearts

Þórður Ingason, Fjölnir

Aðrir leikmenn:

Bjarni Þór Viðarsson, Everton FC

Rúrik Gíslason, Viborg IF

Birkir Bjarnason, Viking FK

Ari Freyr Skúlason, BK Häcken

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik

Guðmann Þórisson, Breiðablik

Aron Einar Gunnarsson, AZ Alkmaar

Eggert Gunnþór Jónsson. Hearts

Gunnar Kristjánsson, Víkingur R

Hallgrímur Jónasson, Keflavík

Heiðar Geir Júlíusson, Hammarby

Kjartan Henry Finnbogason, Åtvidabergs FF

Arnór Smárason, Heerenveen

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar

Albert Brynjar Ingason, Valur

Andrés Már Jóhannesson, Fylkir

Gylfi Þór Sigurðsson, Reading

Hólmar Örn Eyjólfsson, HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×