Fótbolti

Grétar aftur í byrjunarliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar í leiknum gegn Lettum í síðasta mánuði, skömmu áður en hann meiddist.
Grétar í leiknum gegn Lettum í síðasta mánuði, skömmu áður en hann meiddist. Mynd/Daníel

Grétar Rafn Steinsson fór beint í byrjunarlið AZ Alkmaar eftir fjarveru vegna meiðsla er AZ vann 4-0 sigur á NEC í gær.

Grétar lék allan leikinn og stóð sig vel. AZ er nú í áttunda sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins á tímabilinu.

Louis van Gaal neyddist til að horfa á leikinn úr VIP-svæði stúkunnar þar sem hann var í hjólastól. Hann fótbrotnaði á föstudagskvöldið og þarf að vera í hjólastól næstu þrjár vikurnar, á meðan hann jafnar sig. 

Hann gekkst undir aðgerð á föstudagskvöldið en var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×