Calzaghe hirti öll beltin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 13:47 Joe Calzaghe fagnaði sigrinum ógurlega. Nordic Photos / Getty Images Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“ Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“
Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira