Calzaghe hirti öll beltin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 13:47 Joe Calzaghe fagnaði sigrinum ógurlega. Nordic Photos / Getty Images Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“ Box Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“
Box Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira