Erlent

Öllum mótmælendum sleppt í Kaupmannahöfn

Öllum mótmælendunum sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær hefur verið sleppt. Alls handtók lögreglan yfir fjögur hundruð mótmælendur í borginni í gær. Fólkið safnaðist saman við auð hús í norðvesturhluta borgarinnar og fór fram á að fá húsin í stað ungdómshússins sem rifið var á Norðurbrú síðastliðið vor. Lögreglan beitti táragasi og hundum á hópinn eftir að upp úr sauð milli hennar og mótmælendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×