Enski boltinn

Pálmi mun ekki kaupa Newcastle

Pálmi Haraldsson staðfesti við Vísi nú rétt áðan að hann muni ekki kaupa Newcastle.
Pálmi Haraldsson staðfesti við Vísi nú rétt áðan að hann muni ekki kaupa Newcastle.

Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson ætlar ekki að kaupa enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Þetta staðfesti hann í samtali við blaðamann Vísis í morgun. Þar með er ljóst að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson, sem báðir voru tengdir við möguleg kaup á félaginu um helgina, munu kaupa það.

Heimildir Vísis herma að samningaviðræður hafi verið komnar af stað en snuðra hafi hlaupið á þráðinn þegar fréttir fóru að berast af mögulegum kaupum þeirra félaga á Newcastle. Víst er að viðræður fóru af stað en í gærkvöld var ljóst að af kaupunum yrði ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.