Enski boltinn

Stjóri Derby framlengir

NordicPhotos/GettyImages
Billy Davies, stjóri Derby County, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn Derby til ársins 2010. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í vor en orðrómur hafði verið uppi um að nýr maður yrði fenginn til að taka við liðinu. Skotinn Davies hefur verið í brúnni hjá Derby síðan 2006 þegar hann kom frá Preston.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×