Enski boltinn

Fowler á milli starfa

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Robbie Fowler hefur viðurkennt að hann hafi ekki fengið nein tilboð eftir að hafa yfirgefið Liverpool í vor. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, sá ekki ástæðu til að bjóða Fowler nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi skorað 7 mörk á síðasta tímabili.

„Ég er á milli starfa," sagði Fowler við SkySports. „Ég hélt í rauninni að ég myndi hafa úr einhverju að velja á þessum tímapunkti, en eins og er þá er ekkert að gerast." Fowler veltir því einnig fyrir sér hvort að áhugasamir klúbbar séu hræddir við meiðsli hans síðastliðið tímabil.

„Ég er sannfærður um hvað ég get gert. Ég er 32 ára gamall og á nóg eftir. Ég bíð bara eftir að síminn hringi og mér verður boðin vinna," bætti þessi goðsögn Liverpool við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×