Enski boltinn

West Ham kaupir Faubert

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

West Ham hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á franska landsliðsmanninum Julien Faubert fyrir 6,1 milljón punda frá Bordeaux. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir 5 ára samning við félagið og er þar af leiðandi annar leikmaðurinn sem að Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, fær til liðsins í sumar.

Eggert Magnússon sagði á heimasíðu félagsins að hann væri mjög ánægður yfir því að fá Julien á Upton Park og hann væri viss um að leikmaðurinn væri góð fjárfesting. „Hann er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu og mörg lið voru á eftir honum, þannig að ég er mjög ánægður með að hann hafa ákveðið að ganga til liðs við West ham," sagði Eggert. „Ég er hrifinn af hversu mikinn metnað og ástríðu hann hefur og ég held að hann verði mjög vinsæll á meðal aðdáenda West Ham"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×