Enski boltinn

Lampard hafnar ofursamning frá Chelsea

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt heimildum News of the World hefur enski leikmaðurinn, Frank Lampard, hafnað risasamningstilboði frá Chelsea. Samkvæmt þessum heimildum hefði Lampard fengið hærri laun en Michael Ballack og Andriy Shevchenko, en þeir eru launahæstir hjá félaginu með 121 þúsund pund á viku.

Þetta ýtir undir þær sögusagnir um að Lampard muni yfirgefa Chelsea í sumar, en leikmaðurinn hefur þrálátt verið orðaður við Juventus og Barcelona. Lampard hefur lýst yfir gremju sinni yfir því hvernig gengur með samningskröfur við Chelsea, en forráðamenn liðsins eru sagðir í uppnámi yfir kröfum miðjumannsins.

„Ég á tvö ár eftir af samningnum við Chelsea, þannig er það. Þeir þurfa ekkert að bjóða mér neitt þannig að ég held bara áfram að gera það sem aðrir leikmenn gera. Í fullkomnum heimi væri ég búinn að skrifa undir samninginn fyrir þremur vikum, en þetta er ekki fullkominn heimur," sagði Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×