Innlent

Áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli

Flugfélagið Iceland Express áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Kaupmannahafnar. Fái félagið úthlutað 6500 fermetra lóð við Reykjavíkurflugvöll sem það hefur sótt um er ráðgert að flug þaðan hefjist næsta vor. Forstjóri félagsins segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi.

Iceland Express hefur sótt um tvær lóðir fyrir rekstur sinn við Reykjavíkurflugvöll. Annars vegar 6500 fermetra lóð fyrir flugstöð sem ráðgert er að byggja og hins vegar 20 þúsund fermetra lóð fyrir flughlað. Áform eru um á næsta ári að hefja innanlandsflug til Akureyrar, Egilsstaða og ísafjarðar og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Reykjavík til Kaupmannahafnar.

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express segist hafa fengið góð viðbrögð við áformum félagsins. Hann hafi átt fund með samgönguráðherra og honum hafi litist vel á þetta og eftir helgi verði haldinn fundur með Flugstoðum.



MAtthías segir að fjölmargir samningafundir við Airbus hafi átt sér stað og líklegt sé að glænýjar A319 flugvélar verði keyptar. Hann segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi og einokun ríki á markaðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×