Enski boltinn

Tottenham sagt ganga að kröfum Charlton

Bent er sagður ganga í raðir Tottenham á morgun
Bent er sagður ganga í raðir Tottenham á morgun NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi nú gengið að kröfum Charlton um kaupverð á framherjanum Darren Bent. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður mun fara í læknisskoðun á morgun og skrifar væntanlega undir samning við Tottenham á morgun.

Charlton samþykkti fyrr í þessum mánuði 17 milljón punda tilboð í Bent frá West Ham, en hann vildi ekki fara til félagsins. Charlton hefur ekki tekið til greina að lækka verðmiðann á leikmanninum til þessa og því er búist við því að Tottenham sé tilbúið að greiða hátt í 17 milljónir fyrir hann.

Þessi tíðindi koma kannski eilítið á óvart því hjá Tottenham eru fyrir þrír gæðasóknarmenn, þeir Jermain Defoe, Robbie Keane og Dimitar Berbatov. Það er því ljóst að samkeppnin um stöður í framlínu liðsins verður hörð á næstu leiktíð, en á sama tíma eru göt í hóp liðsins í vörninni og á miðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×