Enski boltinn

Ronaldo tekur Nani undir sinn verndarvæng

NordicPhotos/GettyImages

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætlar að sjá til þess að landi hans Nani fái góða handleiðslu í herbúðum liðsins á næsta tímabili. Nani gekk í raðir United frá Sporting Lissabon á dögunum og hefur stundum verið líkt við landa sinn Ronaldo.

"Ég hef enn ekki talað við Nani en ég mun gera allt sem ég get svo hann falli vel inn í hópinn og líki lífið hér í Manchester. Ég vona svo sannarlega að hann nái jafn langt og ég eða lengra því hann hefur hæfleika til þess. Hann er að ganga í raðir rétta félagsins til að þroskast sem leikmaður og manneskja," sagði Ronaldo um landa sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×