Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins 24. maí 2007 16:39 Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira