Mayweather vann nauman sigur á De la Hoya 6. maí 2007 05:11 Mayweather getur hætt sáttur eftir sigurinn á De la Hoya NordicPhotos/GettyImages Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti. Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti.
Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira